Arnór valinn í U-19 ára landslið Íslands

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson, sem leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping, var valinn í U-19 ára landslið Íslands sem leikur tvo vináttuleiki gegn Wales 2. og 4. september. Leikirnir fara fram í Wales.

Arnór, sem er fæddur árið 199, samdi við Norrköping í vor en hann kom nokkuð við sögu með liði ÍA í Pepsi-deild karla á síðustu leiktíð. Arnór lék sinn fyrsta leik á dögunum með Norrköping þegar hann kom inná sem varamaður í bikarleik.

Leikmannahópur Íslands er þannig skipaður:

Jónatan Ingi Jónsson AZ Alkmar
Aron Kári Aðalsteinsson Breiðablik
Davíð Ingvarsson Breiðablik
Stefan Alexander Ljubicic Brighton
Ísak Atli Kristjánsson Fjölnir
Torfi T. Gunnarsson Fjölnir
Atli Hrafn Andrason Fulham FC
Kolbeinn Birgir Finnsson Groningen
Arnór Sigurðsson IFK Norrköping
Aron Dagur Birnuson KA
Daníel Hafsteinsson KA
Ísak Óli Ólafsson Keflavík
Ástbjörn Þórðarson KR
Guðmundur Andri Tryggvason KR
Alex Þór Hauksson Stjarnan
Örvar Eggertsson Víkingur R.
Kristófer Ingi Kristinsson Willem II
Aron Birkir Stefánsson Þór