🎀 Bleikur gleðidagur í Galleri Ozone 🎀 Hallur mætir með gítarinn

„Þetta málefni er ofarlega í huga hjá Maren en hún vann við heimahjúkrun og kynntist því mörgum sem voru að glíma við krabbamein á meðan við bjuggum í Noregi. Hún hefur skipulagt slíka viðburði áður, hér heima á Austurlandi og einnig á kaffihúsinu sem við rákum í Noregi. Þetta verður því skemmtilegt „bleikt boð“ 🎀 þar sem allir eru velkomnir í Galleri Ozone,“ segir Andri Júlíusson við skagafrettir.is.

 

Við erum að reyna að skapa góða stemningu og gefa eitthvað af okkur!

🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀

Maren Rós Steindórsdóttir og Andri eigendur Galleri Ozone standa fyrir Bleikum degi í versluninni fimmtudaginn 5. september. „Það er 20% afsláttur í versluninni en við opnum kl. 10 og fjörið stendur til 22 um kvöldið. Hallur „sjarmatröll“ Flosason ætlar að mæta upp úr kl. 20 og flytja ljúfa tóna fyrir gesti. Við erum að reyna að skapa góða stemningu og gefa eitthvað af okkur því 10% af sölu dagsins rennnur til krabbameinsfélagsins,“ segir Andri en hann og Maren tóku við rekstri Galleri Ozone í byrjun febrúar á þessu ári.

Andri er ánægður með drifkraftinn hjá betri helmingnum á þessu sviði.

„Maren lýsti upp Jörpeland í Noregi fyrir ári síðan með aðstoð bæjarfélagsins. Hún fór á fund með bæjarstjóranum og fékk styrk til þess að lýsa upp bæinn með bleikum ljósum til þess að minna á krabbameinssamtök og styktarfélög þeim tengdum. Jörpeland er fyrsti bærinn í Noregi sem gerir slíkt og Maren átti hugmyndina. Þessi viðburður er nú árlegur í Jörpeland og bærinn er bleikur í október. Okkur langaði að gera eitthvað svipað hér á Akranesi og leggja Bleiku Slaufunni lið. Við vonum bara að Skagamenn taki vel í þetta með okkur. Þetta er málefni sem snertir okkur öll. Mamma hennar Marenar fékk krabbamein þegar hún var 28 ára eflaust hefur það ýtt við henni að gera eitthvað sem tengist krabbameinsfélaginu. Þar er unnið frábært starf, og við viljum taka þátt með þessum hætti. Við vonumst til þess að sjá sem flesta í „bleiku gleðinni“ á fimmtudaginn,“ sagði Andri Júlíusson við skagafrettir.is 🎀

🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀 🎀

Hallur og Arnþór.