Le Boreal kemur á ný á Akranes – Hilmar „vitavörður“ ánægður

Skemmtiferðaskipið Le Boreal mun leggjast að bryggju á Akranesi fimmtudaginn 9. ágúst árið 2018. Skiptið kom á Akranes í sumar og er það fyrsta slíka skipið sem leggst að bryggju í Akraneshöfn. Franska skipið var smíðað árið 2010 og er 142 metrar á lengd eða sem nemur einum og hálfum fótboltavelli.

Hilmar Sigvaldason, vitavörður okkar Skagamanna, segir að þetta séu ánægjulegar fréttir. „Vonandi erum við Skagamenn á réttri leið í ferðaþjónustunn og þetta styrkir ferðaþjónustana á Akranes,“ segir Hilmar Sigvaldason sem hefur lyft grettistaki á Breiðinni á undanförnum árum – en þangað koma mörg þúsund ferðamenn árlega til að skoða sig um á svæðinu – og eru vitarnir tveir helsta aðdráttaraflið.