Steini fékk óskina uppfyllta – Kalli Þórðar kvittaði á treyjuna

Það eru margir árgangar sem hafa lagt mikið í keppnisbúningana á Árgangamóti ÍA á allra síðustu árum. Árgangur 1984 karla var ótvíræður sigurvegari í þeirri „keppni.“  Helgi Pétur Magnússon, fyrrum leikmaður ÍA, er hugmyndasmiðurinn. Leikmenn úr hinu sigursæla ÍA liði frá árinu 1984 voru í aðalhlutverki í nafnavalinu á bakhliðinni en liðið varð tvöfaldur meistari á árinu 1984. Og varð þar með báða titlana frá árinu 1983.

Þorsteinn Gíslason leikmaður árgangs 1984 fékk hinn eina sanna Karl Þórðarson eða Kalla Þórðar til að kvitta á treyjuna í Akraneshöllinni í gær – og var Steini hæstánægður með niðurstöðuna eins og sjá má á þessum myndum.

Þorsteinn Gíslason og Karl Þórðarson.