[sam_zone id=1]

Göngin lokuð að næturlagi í næstu viku

Hvalfjarðargöng verða lokuð fimm nætur í næstu viku vegna viðhalds og þrifa.

Lokað verður frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfaranótt mánudags 23. apríl til og með aðfaranætur föstudags 27. apríl.

Þetta eru árleg verkefni að vori, viðhald tækja og búnaðar og þrif.