Krakkarnir á Skaganum kvarta ekki undan veðrinu

Sumarið hefur aðeins látið bíða eftir sér á Akranesi.

Þolinmæði margra er á þrotum og það kemur vel fram á samfélagsmiðlum að veðrið hefur mikil áhrif á lundarfar margra Skagamanna. En það eru einnig margir sem kvarta ekkert undan veðrinu og þar á meðal eru þau Oliver, Emelía, Davíð og Haraldur.

Skagafréttir hitti á þessa ungu Skagamenn þar sem þau voru í göngutúr með Sigrúnu Traustadóttur í morgun. Þar biðu þau spennt eftir meiri bleytu á Akratorginu – enda vel klædd og klár í hvaða veður sem er.

Haraldur hafði hægt um sig í vagninum þar sem hann var eitthvað feiminn við myndavélina en tvíburarnir Oliver og Emelía skemmtu sér vel í vatnsbununni ásamt Davíð vini sínum.

 

Auglýsing