Stór stund í fimleikasögu ÍA – framkvæmdir hafnar við nýtt fimleikahús

Síðdegis í dag var stigið stórt framfaraskref hjá Fimleikafélagi Akraness. Hafist var handa við framkvæmdir á nýju fimleikahúsi við íþróttahúsið við Vesturgötu – og var fjölmenni mætti til þess að fylgjast með því þegar fyrsta skóflustungan var tekin.

Guðmundur Claxton formaður FIMA, Marella Steinsdóttir formaður ÍA og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness tóku fyrstu skóflustunguna.

Fjölmargir iðkendur úr FIMA voru viðstaddir ásamt þjálfurum og forráðamönnum félagsins – en fimleikafélagið er ein fjölmennasta íþróttagreinin sem stunduð er hjá ÍA.

    

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/08/20/framkvaemdir-vid-nytt-fimleikahus-hefjast-fljotlega/

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/03/17/fimleikahusid-verdur-byggt-vid-vesturgotuna-samthykkt-i-baejarradi/

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/03/07/uppbygging-a-nyju-fimleikahusi-verdur-liklegast-vid-vesturgotu/