Skagamaðurinn Jón Þór bikarmeistari með Stjörnunni

ÍA tók ekki þátt í úrslitaleik Mjólkubikars karla í knattspyrnu að þessu sinni.

Skagamenn fögnuðu samt sem áður í leikslok eins og sjá má á þessari mynd.

Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson, sem starfaði lengi sem yfirþjálfari yngri flokka ÍA og var einnig þjálfari hjá meistaraflokki félagsins, fagnaði sigri með Stjörnunni gegn Breiðabliki.  Synir hans, Orri Þór og Haukur Andri, voru einnig sáttir með niðurstöðuna, og voru að sjálfsögðu í Stjörnubúningnum á þessum stórleik.

Jón Þór er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og er þetta fyrsta tímabil hans hjá félaginu.  Við óskum Jóni Þóri til hamingju með titilinn.

Jón Þór Hauksson fagnar bikarmeistaratitlinum með sonum sínum á Laugardalsvelli.
Frá vinstri er Orri Þór og Haukur Andri er sá yngri í fanginu á pabba sínum. Mynd úr einkasafni.

Auglýsing