Sandra Björg ósátt við handritshöfunda Ófærðar – „Hélt við værum komin lengra en þetta“

Auglýsing



Skagakonan Sandra Björg Steingrímsdóttir er ósátt við handritshöfunda spennuþáttaraðarinnar Ófærð sem sýnd er á RÚV.

„Þið valdið miklum vonbrigðum. Í þætti 4 sem sýndur var á RÚV í gær heyrði ég setningu sem gerði mig kjaftstopp,“ skrifar Sandra Björg m.a. í færslu á fésbókinni.

Kæru handritshöfundar Ófærðar!

Þið valdið miklum vonbrigðum. Í þætti 4 sem sýndur var á RÚV í gær heyrði ég setningu sem gerði mig kjaftstopp.

„Hann er korter í Downs” – sögð í niðrandi tilgangi um manneskju.

Af öllum öðrum setningum sem höfðu getað verið sagðar þá fannst ykkur þessi vera mest viðeigandi?!?

Ég á son sem heitir Emil Daði og er með Downs heilkenni og hann er dásamlegur gleðigjafi. Hann er fullkominn alveg eins og hann er og mér mislíkar að hann og hans heilkenni sé umtalað á þennan hátt.

Nóg er fáfræðin og fordómarnir í samfélaginu – ég hélt við værum komin lengra en þetta á árinu 2019!

Auglýsing



Auglýsing