Elís Aron var í miklu stuði með Guðna forseta



Skagamaðurinn Elís Aron Bjarkason var hæstánægður í dag og í miklu stuði þegar hann hitti Forseta Íslands, Guðna Jóhannesson.

Elísa var í dag ásamt vinum sínum að skemmta sér á hátíð sem fram fór í dag í tilefni þess að  Downs-félagið hélt uppá hinn Alþjóðlega Downs-dag.

Skemmtunin fór fram í Laugardalnum hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti. Páll Óskar skemmti gestum og Skagakonan Valgerður Jónsdóttir stjórnaði bjöllukórnum á þessari skemmtun.

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu.

Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03.

Elísa Aron er sonur Bjarka Georgssonar og Sigríðar Láru Guðbjartsdóttur.

 

Auglýsing



Auglýsing