Enrique Snær bætti 12 ára gamalt Akranesmet


Tæplega 30 keppendur frá Sundfélagi Akraness tóku þátt á sundmóti ÍRB sem fram fór um s.l. helgi í Reykjanesbæ.

Sundfólkið úr ÍA landaði alls 25 verðlaunapeningum á þessu móti og margir bættu árangur sinn.

Enrique Snær Llorens Sigurðsson setti nýtt Akranesmet í flokki 15-17 ára í 800 metra skriðsundi.

Enrique kom í mark á 9.23.27 mínútum. Gamla metið var frá árinu 2007 eða 12 ára gamalt og það átti Leifur Guðni Grétarsson, 9.24.23 mín.

Næsta verkefni hjá sundfólkinu frá ÍA eru Akranesleikarnir sem fram fara 31. maí – 2. júní. Þar mæta til leiks allt efnilegasta sundfólk Íslands.