Hefja leit að verkefnisstjóra fyrir uppbygginguna á sementsreitnum


Niðurrif mannvirkja á sementsreitnum er nánast lokið og framundan er mikið uppbyggingartímabil á þessu svæði.

Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar í þessu samhengi en ekkert hefur verið ákveðið enn sem komið er.

Einhver hreyfing er á málinu hjá bæjaryfirvöldum.

Stefnt er að því að ráða verkefnisstjóra sem mun sjá um að stýra því ferli sem framundan er í uppbyggingu á svæðinu.

Skipulags-og umhverfisráð Akraneskaupstaðar hefur falið Sævari Frey Þráinssyni og Sigurður Páli Harðarsyni að setja af stað ferli til að ráða tímabundið verkefnisstjóra að uppbyggingu sementsreits.

Mynd frá sementsreitnum um miðjan júní 2019.
Horft frá Faxabraut upp að Suðurgötu.
Svona var staðan í júlí 2018.
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/04/styttist-i-verklok-a-sementsreitnum-sjadu-breytingarnar/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/08/nidurrif-strompsins-er-byrjad-sjadu-myndbandid/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/26/lagt-til-ad-work-north-fai-vidbotarverkefni-fyrir-rumlega-40-milljonir-kr/
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/06/28/sementsstrompurinn-fjarlaegdur-nytt-deiliskipulagt-kynnt/