Jóhannes Karl fær tvo aðstoðarþjálfara – Arnór Snær hættir sem leikmaður


Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari mfl. liðs ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fékk í dag tvo nýja aðstoðarþjálfara.

Arnór Snær Guðmundsson og Ingimar Elí Hlynsson verða aðstoðarþjálfarar – og taka við af Sigurði Jónssyni sem er í dag afreksþjálfari KFÍA.

Arnór Snær hefur leikið með ÍA á undanförnum árum en hann ætlar ekki að leika með liðinu áfram. Arnór Snær hefur leikið yfir 100 leiki með ÍA sem varnarmaður. Arnór Snær verður jafnframt styrktarþjálfari liðsins og koma að styrktarþjálfun yngri flokka KFÍA.

Ingimar Elí lék með ÍA á sínum tíma eða 27 leik alls. Hann var þjálfari liðs Kára um tíma á síðustu leiktíð. Jóhannes Karl ætti að þekkja vel til Ingimars sem er tengdasonur Þórðar Guðjónssonar, elsta bróður Jóhannesar Karls.