[sam_zone id=1]

Samþykkt að setja upp öryggismyndavélakerfi á AkranesiÞað stefnir allt í það að á næstu misserum verði sett upp öryggismyndavélakerfi ásamt löggæslumyndavélum á Akranesi.

Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga frá skipulags- og umhverfisráði – og drög að samningi um löggæslumyndavélar á Akranesi lagður fram.

Bæjarráð samþykkt að fela bæjarstjóra Akraness að fara í það verkefni að vinna að frekari úrvinnslu málsins.

Kostnaðurinn við verkefnið er áætlaður 4 milljónir kr.

Í apríl árið 2018 lagði Lögreglan á Vesturlandi fram óskir þess efnis að auka eftirlitið við innkomur inn á Akranes.