Styttist í að aðstandendur fái að heimsækja heimilisfólk á Höfða


Aðstandendur fá leyfi til að heimsækja heimilisfólk á Dvalarheimilinu Höfða frá og með 4. maí. Fréttavefurinn Hafnfirðingur greindi fyrst frá.

Heimsóknirnar verða með ströngum skilyrðum og aðeins einn getur komið í heimsókn í einu.

Skagamaðurinn Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, greindi frá þessu í fréttaþættinum Speglinum á RÚV í dag,

Stjórnvöld mun kynna reglurnar í næstu viku með ítarlegum hætti,

Pétur er í vinnuhóp sem er skipaður fulltrúum Almannavarna, Embættis landlæknis, heilbrigðisráðuneytis og hjúkrunarheimila. Þessi hópur hefur fundað reglulega síðustu vikur um stöðuna á hjúkrunarheimilum.

Þessi heimsóknarregla mun að sjálfsögðu gilda fyrir öll hjúkrunar – og dvalarheimili á landinu.