Grundaskóli er á meðal fjölmennustu grunnskólum landsins


Grundaskóli á Akranesi er í dag á meðal fjölmennustu grunnskólum landsins.

Töluverð fjölgun nemenda var í haust en þann 14. september voru 673 nemendur skráðir í skólann – og til viðbótar eru fimm gestir sem taka þátt í skólastarfinu tímabundið.

Frá vorinu 2020 hefur nemendum fjölgað um 22 – eða sem nemur einni bekkjardeild. Vorið 2020 var 651 nemandi skráður í skólann.

Í frétt á heimasíðu Grundaskóla kemur fram að þessi þróun hafi staðið nokkuð lengi yfir og hefur skólastarfið stækkað jafnt og þétt undanfarin ár.