Sjáðu markasúpuna úr leik Kára og Fjarðabyggðar – skemmtileg barátta framundan í 2. deild



Það var boðið upp á sannkallaða markasúpu í gærkvöld þegar Kári og Fjarðabyggð áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu.

Jón Vilhelm Ákason gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis beint úr hornspyrnu. Afrek sem verður seint leikið eftir. Mörkin úr leiknum er hægt að sjá hér fyrir neðan úr samantekt frá ÍATV.

Leikurinn endaði 5-2 og með sigrinum þokaði Kári sér upp töfluna. Liðið er nú í sjötta sæti með 25 stig eftir 18 leiki.

Mikil barátta er um efstu sætin í deildinni. Kórdrengir eru með þriggja stiga forskot á Þrótt úr Vogum og Selfoss. Þróttur úr Vogum sigraði toppliðið í gær og Selfoss sigraði lið KF 3-2 þar sem að Skagamaðurinn Þór Llorens Þórðarson skoraði eitt marka Selfoss sem Skagamaðurinn Dean Martin þjálfar.

Framundan er skemmtileg barátta um tvö efstu sætin sem tryggja sæti í Lengjudeildinni á næsta tímabili eða næst efstu deild.