Trygvi Hrafn til Noregs – samdi við Lilleström út leiktíðina



Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur samið við norska knattspyrnuliðið Lilleström. Hinn 24 ára gamli framherji semur við Lilleström út leiktíðina 2020. Tryggvi skoraði 12 mörk fyrir ÍA í PepsiMax deildinni á þessari leiktíð og er honum ætlað að hjálpa Lilleström að komast á ný í efstu deild.

Hjá Lilleström eru nú þegar tveir sóknarmenn frá Akranesi, Arnór Smárason og Björn Bergmann Sigurðarson.

„Ég hlakka til að byrja og hjálpa liðinu að berjast um sæti í efstu deild á ný. Vonandi get ég aðstoðað liðið og síðan sjáum við til hvað gerist í janúar með framhaldið,“ segir Tryggvi Hrafn í viðtali sem birt er á heimasíðu félagsins.

Tryggvi Hrafn kom til Noregs í gær og mun hann vera í sóttkví fram á föstudag í þessari viku. Hinn 24 ára gamli framherji lék með Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni 2017-2018 áður en hann snéri til baka á Akranes.

„Ég lék vel með Halmstad en fékk fá tækifæri eftir að liðið féll niður um deild. Það var alltaf markmiðið hjá mér að komast á ný í atvinnumennsku eftir að ég fór til baka á Akranes. Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri með Lilleström.