Hlöðver Már dúx í FVA – 51 nemandi brautskráður

Brautskráning nemenda frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fór fram í gær, 18. desember 2020 – en 51 nemandi var brautskráður.

Engir gestir fengu að vera viðstaddir athöfnina vegna Covid-19 fjöldatakmarkana – en athöfnunum var streymt á netinu til gestana. Tvær athafnir fóru fram í gær, sú fyrri hjá nemendum á iðnámsbrautum og sú síðari fyrir nemendur á bóknámsbrautum.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður.

Hlöðver Már Pétursson náði bestum námsárangri þeirra sem brautskráðust haustið 2020. Hlöðver Már útskrifaðist bæði úr rafvirkjun og eftir viðbótarnám til stúdentsprófs.

Hlöðver Már Pétursson náði bestum námsárangri þeirra sem brautskráðust haustið 2020. Hlöðver Már útskrifaðist bæði úr rafvirkjun og eftir viðbótarnám til stúdentsprófs. Dröfn Traustadóttir, aðstoðarskólameistari FVA og Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari FVA, eru með á Hlöðveri Má á myndinni.

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga:

Elín Mist Laxdal Sigurðardóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í félagsgreinum og erlendum tungumálum (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir bestan árangur á stúdentsprófi í bóknámi (Fjölbrautaskóli Vesturlands). Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari FVA og Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari FVA eru með Elínu Mist á myndinni.
  • Aþena Ósk Eiríksdóttir fyrir ágætan árangur í dönsku (Danska sendiráðið) og spænsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands)
  • Birkir Daði Jónsson fyrir góðan árangur í sérgreinum rafiðngreina (Skaginn 3X)
  • Bjartur Snær Márusson fyrir góðan árangur í sérgreinum rafiðngreina (VS Tölvuþjónustan)
  • Björgvin Þór Þórarinsson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson)
  • Elín Mist Laxdal Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í félagsgreinum og erlendum tungumálum (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir bestan árangur á stúdentsprófi í bóknámi (Fjölbrautaskóli Vesturlands)
  • Garðar Snær Bragason fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson)
  • Hlöðver Már Pétursson fyrir framúrskarandi árangur í iðnnámi (Katla Hallsdóttir, Hárhúsinu), framúrskarandi árangur í sérgreinum rafiðngreina (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir framúrskarandi námsárangur (Terra) og fyrir framúrskarandi árangur í bæði bók- og verknámi (Fjölbrautaskóli Vesturlands)
  • Jóhann Hlíðar Hannesson fyrir ágætan árangur í lokaverkefni tréiðngreina (Elkem Ísland)
  • Katla Kristín Ófeigsdóttir fyrir framlag til umhverfismála (Soroptimistasystur á Akranesi)
  • Katrín María Rafnsdóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson)
  • Þórhildur Halla Jónsdóttir fyrir ágætan árangur í sérgreinum tréiðngreina (Verkalýðsfélag Akraness)

Annáll haustannar 2020

Ávarp skólameistara