„Barnvæna villibráðin slær alltaf í gegn“

„Hreindýrabollur hafa verið vinsælar hjá strákunum okkar þremur og þó að okkur hjónum þyki bláberjasultan svakalega góð með þessum bollum að þá hafa strákarnir verið að prófa sig áfram með aðrar sósur og þykir þeim bernaisesósa eða Sweet and Chili sósan fara vel með þessum rétti,“ segir Brynjar S. Sigurðsson á Laxárbökkum sem er meistarakokkur vikunnar í fréttaflokknum „Heilseflandi samfélag“ þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

Markmiðið með þessum fréttaflokki er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

Brynjar fékk áskorun frá Arilíusi Smára Haukssyni að taka við boltanum í þessari umferð og er Brynjar sá fyrsti sem leggur til hreyfiáskoranir við mataröflunina.

„Hér byrjar heilbrigði lífstíllinn strax við að finna og fella bráðina og koma henni til byggða og eftirminnilegustu minningarnar eru oft þegar mesta erfiðið var að koma bráðinni niður af fjalli,“ segir Brynjar sem rekur Hótel Laxárbakka ásamt eiginkonu sinni, Heklu Gunnarsdóttur.

„Hreindýrahakkinu, eggjum og hveiti blandað saman og bláberjasultunni bætt útí.

Ferskt rósmarín og timjan er saxað smátt og bætt út í ásamt piparnum.

Þá er deigið klárt til að móta úr því litlar kúlur sem steiktar eru upp úr smjöri og kryddaðar með salt og pipar eftir smekk á pönnunni.

Við gerum gjarnan fjórfalda uppskrift og eigum þá nokkra skammta í frysti sem hægt er að taka út og skella beint í ofn við 200°c í 15 mínútur. Að þessu sinni höfðum við ferskt salat og sætkartöflumús með hreindýrabollunum.

Við vorum líka með nokkrar sósur svo allir fengju það sem þeim finnst best,“ segir Brynjar og hann skorar á vinkonu sína og göngufélaga, Helgu Atladóttur, til að koma með næstu uppskrift.

Tælenski kjúklingarétturinn slær alltaf í gegn – „Maturinn þarf að vera litríkur“

Silkimjúkur Geirmundur, England og þumall koma við sögu í Glæsibæjarlaxinum

Þessi réttur nýtur alltaf sömu vinsælda hjá fjölskyldu Guðmundar

„Forréttindi að eiga alltaf fisk í frystikistunni“ – Veislufiskréttur Ingu Dóru slær alltaf í gegn

Hollur fiskréttur Ástþórs nýtur vinsælda á heimilinu – „Hollasta matvara sem völ er á“

„Kjúklinga Pad Krapow“ er vinsæll réttur á heimili Sævars Freys