Kári flaug á vængjum þöndum inn í 2. umferð Mjólkurbikarkeppni KSÍ

Knattspyrnufélagið Kári er komið í 2. umferð Mjólkurbikarkeppni KSÍ þar sem liðið mætir annaðhvort Skallagrím úr Borgarnesi eða liði Snæfells frá Stykkishólmi.

Vængir Júpiters voru mótherjar Kára í 1. umferð en ekkert verður af þeirri viðureign sem átti að fara fram í kvöld, föstudaginn 23. apríl 2021.

Vængir Júpiters tilkynntu í gær að liðið hefði dregið sig úr keppni í Mjólkurbikar KSÍ.

Kára var því dæmur 3-0 sigur samkvæmt reglugerð og má gera ráð fyrir Sveinbjörn Hlöðversson formaður félagsins verði skráður fyrir mörkunum þremur.

Kári mætir því sigurliðinu úr viðureign Skallagríms og Snæfells – og fer sá leikur fram sunnudaginn 2. maí kl. 14:00 í Akraneshöll. Sigurliðið úr Vesturlandsrimmunni kemst í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins.