Myndasyrpa: ÞÞÞ var öryggið uppmálað þegar hann opnaði markareikning ÍA

Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði fyrsta mark tímabilsins fyrir ÍA í Pepsi-Max deild karla á þessu tímabili, 2021. Þórður Þorsteinn samdi á ný við ÍA eftir að hafa verið í herbúðum FH og HK undanfarin ár.

Lögreglumaðurinn knái kom inná sem varamaður gegn Víkingum s.l. laugardag þegar ÍA liðið var einu marki undir.

Á lokamínútum leiksins var dæmd vítaspyrna á Víkinga og Þórður Þorsteinn var ekki lengi að grípa tækifærið og boltann þegar vítaspyrnan var dæmd.

Hann framkvæmdi hann vítaspyrnuna af öryggi – og skoraði þar með fyrsta mark ÍA á tímabilinu og tryggði liðinu mikilvægt stig.

Hér er atvikið þegar vítaspyrnan var dæmd á lið Víkings – en boltinn fór í hönd varnarmannsins.

Hér er atvikið þegar vítaspyrnan var dæmd á lið Víkings – en boltinn fór í hönd varnarmannsins.