Siglingafélagið Sigurfari stækkar ört en aðstöðuna þarf að bæta

Siglingafélagið Sigurfari hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem góður valkostur sem íþrótta – og tómstundastarf fyrir börn – og unglinga. Félagið hefur stækkað mikið á undanförnum misserum þrátt fyrir að vera ekki með eigið húsnæði fyrir starfið.

Forsvarsmenn félagsins hafa sett saman ítarlega greinargerð þar sem að farið er fyrir þarfir félagsins til framtíðar – hvað varðar húsnæði og útiaðstöðu.

Á fundi bæjarráðs nýverið fengu forráðamenn Sigurfara tækifæri til þess að koma framtíðarhugmyndum sínum á framfæri. Málinu var vísað áfram til skóla -og frístundaráðs sem mun taka mál félagsins til skoðunar fyrir fjárhagsáætlunargerð 2022.

Sigurfari hefur fengið inni með sumarstarfið í Hafnarhúsinu, sem er í eigu Faxaflóahafna. Miðað við stærð félagsins í dag hentar það húsnæði ágætlega enn sem komið er. Akraneskaupstaður hefur lagt til húsnæði til vetrargeymslu. Það skýlir bátum og búnaði fyrir veðrum en er þó í lélegu standi og hriplekt.

Á svæði félagsins fer nú fram barna- og unglingastarf, sem felst í kennslu í siglingum á kænum og kajakróðri. Í framtíðinni munu bætast við keppnisæfingar en líklegt er að þær fari að mestu fram utan hafnarinnar, framan við Langasand.

Hér fyrir neðan er greinargerðin frá forráðamönnum Sigurfara.