Æsispennandi úrslitakeppni í getraunaáskorun Tippklúbbs ÍA

Nú fer að líða að lokum getraunakeppni Tippklúbbs Knattspyrnufélags ÍA sem Einar Brandsson og félagar stýrt með prýði í vetur og vor. Úrslitakeppnin stendur nú sem hæst og eru tvær vikur eftir af tímabilinu. Í úrslitakeppninni eigast við þeir sem náðu bestum árangri á tímabilinu.

Örn Gunnarsson og Benedikt Valtýsson voru neðstir og jafnir síðustu helgi og dettur a.m.k annar þeirra út þessa helgi. Því keppa allir fjórir sem kepptu síðast aftur þessa helgi. Þeir fjórir sem keppa eru Jón Örn Arnarson, Benedikt Valtýsson, Örn Gunnarsson og Benjamín Jósefsson.

Fyrirkomulagið er þannig að allir tippa 96 raðir og sá sem er með fæsta rétta dettur út. Verði menn jafnir á botninum þá halda þeir áfram en sá af þeim sem verður neðar/neðstur í viku á eftir dettur út ásamt þeim sem var lakastur í þeirri viku.

Að lokum ættu tveir að vera eftir í viku 20 og keppa um titilinn Tippari ÍA 2021. Eigum eftir að ganga endanlega frá verðlaunum og verða þau því kynnt síðar.

Tippklúbbur Knattspyrnufélags IA er vikulega með getraunakeppni. Keppnin felst í því að tveir einstaklingar fylla út seðil í Enska boltanum alls 96 raðir. Sá sem fær fleirri rétta telst sigurvegari þá vikuna og mun halda áfram og fá nýjan aðila til að keppa við helgina á eftir. Verði jafnt halda báðir aðilar áfram. Í lok tímabilsins verður keppni milli þeirra sem ná besta árangrinum (unnið flest einvígin og náð besta árangri) í vetur. Nánar um það síðar. Þeir sem tippa ráða svo hvort þeir setja miðann inn í kerfi 1×2.is til að eiga möguleika á vinning. Miði með 96 röðum kostar 1.440 kr.

Verðum á Jaðaarsbökkunum á laugardag kl 1100. Kaffi og svo kökur frá Kallabakari. Þeir sem vilja senda inn raðir í gegnum kerfið hjá okkur geta sent raðir (fyrir kl 12.00 laugardag) á Einar Brandsson ([email protected] eða á messenger) og verða þær þá settar inn í kerfið hjá okkur.

Þeir sem tippa í gegnum Getraunakerfi KFÍA styrkja okkar félag aukalega þar sem hærra hlutfall af hverri röð rennur beint til KFÍA heldur en ef tippað er á 1×2.is eða á sölustöðum.

Nú er þörf að styrkja klúbbinn sinn og ekki verra ef því fylgir bónus en þessa helgina er um 100 millur fyrir 13 rétta.

Benedikt Jósefsson spáir þannig í þessari umferð:

Benedikt Valtýsson spáir þannig í þessari umferð:

Jón Örn Arnarson spáir þannig í þessari umferð:

Örn Gunnarsson spáir þannig í þessari umferð: