Fjölbreytt dagskrá á Tóskadeginum í Tónlistarskóla Akraness

Fjölbreytt dagskrá verður í Tónlistarskólanum á Akranesi miðvikudaginn 26. maí þegar Tóskadagurinn fer fram. Opið verður fyrir gesti frá kl. 16-18 þar sem að gestum verður boðið að kynna sér skólann, námsframboðið og stemninguna sem er til staðar í skólanum.

Eins og áður segir verður skólinn opinn á milli 16-18. Á þeim tíma fara fram tónleikar, kynning á hljóðfærum ásamt ýmsu öðru. Þar á meðal verður kynning á Suzuki námi sem fer af stað á. haustmánuðum.

Hér fyrir neðan má sjá brot af kynningu skólans frá því í fyrra þegar ekki var hægt að bjóða gestum í skólann vegna samkomutakmarkana.