Akraneskaupstaður tekur yfir lóð og mannvirki við Dalbraut 8


Akraneskaupstaðar mun taka yfir lóð og mannvirki sem eru við Dalbraut 8 – en Orkuveitan og þar áður Rafveita Akraness var með starfsstöð í þessu húsi.

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum samning sem gerður var á milli Akraneskaupstaðar og Veitna ohf. um yfirtökuna.

Stefnt er að því að fjarlægja húsið á næstu misserum en mikil uppbygging er á Dalbrautarreitnum og verða ný mannvirki reist á þessu svæði.

Akraneskaupstaður greiðir rétt um 27.7 milljónir kr. vegna yfirtökunnar en málið á eftir að fá endanlega afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.