Tveir leikmenn úr ÍA valdir í æfingahóp U-16 ára landsliðs karla hjá KSÍ


Tveir leikmenn úr ÍA voru valdir í æfingahóp U-16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem mun æfa á Selfossi dagana 14.-17. júní. Alls voru 26 leikmenn valdir og koma þeir frá 14 mismunandi félagsliðum. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Noregi í ágúst. Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari liðsins.

Skagamennirnir sem valdir voru í hópinn eru markvörðurinn Logi Mar Hjaltested og Daníel Breki Bjarkason

Hópurinn

Bjarki Már Ágústsson | Afturelding
Ágúst Orri Þorsteinsson | Breiðablik
Benoný Breki Andrésson | Breiðablik
Hilmar Þór Kjærnested Helgason | Breiðablik
Rúrik Gunnarsson | Breiðablik
Birkir Jakob Jónsson | Breiðablik
Dagur Örn Fjeldsted | Breiðablik
Tumi Fannar Gunnarsson | Breiðablik
Arngrímur Bjartur Guðmundsson | FH
Baldur Kári Helgason | FH
Baltasar Dellernia | Fiorentina
Hilmir Arnarsson | Fjölnir
Mikael Trausti Viðarsson | Fram
Stefán Orri Hákonarson | Fram
Ásberg Arnar Hjaltason | Fylkir
Heiðar Máni Hermannsson | Fylkir
Kristján Snær Frostason | HK
Óliver Þorkelsson | Hamar
Daníel Breki Bjarkason | ÍA
Logi Mar Hjaltested | ÍA
Hákon Dagur Matthíasson | ÍR
Róbert Quental Árnason | Leiknir R.
Alexander Clive Vokes | Selfoss
Þorlákur Breki Þ. Baxter | Selfoss
Daníel Freyr Kristjánsson | Stjarnan
Róbert Frosti Þorkelsson | Stjarnan