Norðurálsmótið 2021 heppnaðist vel – myndir og myndbönd


Um 1800 keppendur skemmtu sér konunglega á hinu árlega Norðurálsmóti á Akranesi sem fram fór um liðna helgi í 36. skipti. Mótið var sett með hátíðlegum hætti á sjálfan 17. júní, Þjóðhátíðardag Íslendinga. Norðurlandsmótið er eitt fjölmennasta mótið á landsvísu fyrir yngri keppendur í knattspyrnu.

Á fyrsta keppnisdeginum hófu yngstu keppendur mótsins þátt, eða leikmenn 6 ára og yngri sem eru í 8. flokki.

Um 70 drengjalið tóku þátt og 16 stúlknalið í yngsta aldursflokknum. Á því móti eru keppendur að taka sín fyrstu skref á keppnisferlinum og stórkostleg tilþrif sáust að venju hjá þeim allra yngstu.

Þann 18. júní hófu keppendur í 7. flokki þátt þar sem að leikmenn á aldrinum 7-8 ára létu ljós sitt skína. Alls tóku 210 lið í þeirri keppni og komu þeir frá 34 mismunandi félögum víðsvegar af landinu.

Leikið var í 5 manna liðum og í fyrsta sinn fór hluti leikja mótsins fram án dómara en markmiðið með þeirri ákvörðun er að gefa þjálfurum meiri möguleika á að leiðbeina keppendum.

ÍATV sýndi frá mörgum svæðum á meðan mótinu stóð og er það efni frá frábæru sjálfboðaliðateymi ÍATV á Youtube ÍATV