Sækja um rekstrarleyfi fyrir léttar veitingar á „Aggapalli“


Knattspyrnufélag ÍA hefur óskað eftir rekstrarleyfi á Aggapalli fyrir veitingastað í flokki II – E kaffihús.

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskaði nýveirð eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknarinnar. Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar í skóla – og frístundaráði.

Veitingastaðir sem eru í flokki II – E kaffihús eru skilgreindir sem umfangslitlir áfengisveitingastaðir þar sem starfsemin er ekki til þess fallin að valda ónæði í nágrenninu, svo sem með háværri tónlist, og afgreiðslutími er ekki lengri en til kl. 23 og kalla ekki á mikið eftirlit og/eða löggæslu.

Í umsókninni kemur framn að afgreiðslutími væri frá 12-22 virka daga og frá 9-23 á frídögum. Það sama á við afgreiðslutíma útiveitinga.

Aggapallur er nefndur eftir Agnari Sigurðssyni sem starfaði alla sína tíð hjá sömu fjölskyldunni, fjórum ættliðum, fyrst í verslun Böðvars Þorvaldssonar við Bakkatún, síðan hjá Haraldi Böðvarssyni, í Sandgerði og á Akranesi.

Þann 10. mars 2011 var fyrsta skóflustungan tekin að útivistarpallinum fyrir aftan stúkuna á Jaðarsbakkavelli og var pallurinn nefndur Aggapallur. Þar er afar gott skjól á fallegum sumardögum og bein tenging við áhorfendastúkuna við Norðurálsvöllinn.