Pistill frá Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Akraness

Á þriðjudaginn kemur verður haldinn starfsdagur á Akranesi þar sem öllum starfsmönnum bæjarins verður boðið á sameiginlega dagskrá frá kl. 14.00 til 16.00. Fyrr um daginn verða leikskólarnir og grunnskólarnir með sína starfsdaga en nú bætast við starfsmenn íþróttahúsanna, starfsfólk á velferðarsviði, á bæjarskrifstofunum og menningarstofnunum, svo það helsta sé talið. Starfsmenn Akraneskaupstaðar telja ríflega 600 manns og þar af eru stöðugildin um 400. Akraneskaupstaður er því fjölmennasti vinnustaður bæjarins.

Starfsmenn Akraneskaupstaðar telja ríflega 600 manns og þar af eru stöðugildin um 400. Akraneskaupstaður er því fjölmennasti vinnustaður bæjarins.

Á þessum starfsdegi munum við fara yfir nýsamþykkta mannauðsstefnu Akraneskaupstaðar og vinna með gildi kaupstaðarins. Þau eru Jákvæðni, Metnaður og Víðsýni. Þessi gildi koma ekki af sjálfu sér og eru hvorki, né eiga að vera bara falleg orð á prenti sem eru tekin upp til hátíðarbrigða. Þessi gildi eru til staðar í samfélaginu hér á Akranesi í ríku mæli og hjá starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Ég upplifi þau á hverjum degi í vinnunni, allt í kringum mig.

Regína Ásvaldsdóttir.
Regína Ásvaldsdóttir.

Skóla og uppeldisstofnanir í bænum státa af svo metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki að bærinn er í fremstu röð á landsvísu þegar kemur að þáttum eins og starfánægju, viðhorfi foreldra og líðan nemenda. Á meðan að ýmis stærri sveitarfélög keppast við að ná hlutfalli leikskólakennara í 20 % af starfsmönnum skólanna þá er það yfir 60 % á Akranesi og mikill stöðugleiki í hópi annarra starfsmanna.

Tónlistar og menningarlífið blómstrar sem aldrei fyrr og nýafstaðnir Vökudagar voru ein samfelld veisla. Það voru hreinlega töfrar í loftinu þegar fullsköpuð Sinfóniuhljómsveit Tónlistarskóla Akraness steig á svið og spilaði lög eftir Grieg og Bach undir stjórn hljómsveitarstjórans og skólastjóra tónlistarskólans Guðmundar Óla Gunnarssonar. Þetta var magnað á að horfa og hlusta.

Metnaður og jákvæðni starfsmanna tónlistarskólans, nemenda og foreldra gerði þeim kleift að búa hljómsveitina til með mjög stuttum fyrirvara en allir þurftu að leggja hönd á plóg, til að verkefnið yrði að veruleika.

Og jákvæðnin og metnaðurinn sem skein úr hverju andliti nemenda á tónlistarskemmtuninni Ungir Gamlir í Bíóhöllinni var hreinlega áþreifanlegur.

Og jákvæðnin og metnaðurinn sem skein úr hverju andliti nemenda á tónlistarskemmtuninni

Ungir Gamlir í Bíóhöllinni var hreinlega áþreifanlegur.

Nú er það ekki svo að það séu ekki ýmsar áskoranir á Akranesi. Í mínu starfi er ég minnt á það daglega.

Steyptu göturnar hrópa á endurbyggingu og viðhald sem er bæði tímafrekt og mjög dýrt. Það þarf að viðhalda eignum bæjarins og margar óskir og þarfir eru uppi hvað varðar íþróttaaðstöðu og félagsstarf. Þessi verkefnin hafa kallað á meiri fjárútlát en fjárhagur bæjarins hefur hingað til ráðið við en verið er að vinna fjögurra ára áætlun um brýnustu verkefnin.

Ég hef hinsvegar svarað því aðspurð að ég sé afskaplega fegin að innviðirnir sem snúa að mannlega þættinum, umgjörðinni í kringum börnin okkar hafi verið sinnt af svona mikilli natni í gegnum tíðina því hitt er auðveldara að laga þegar fjárhagurinn leyfir. Ég hefði svo sannarlega ekki viljað skipta og hafa glæsta umgjörð utan um brotið kerfi.

Ég hefði svo sannarlega ekki viljað skipta og hafa glæsta umgjörð utan um brotið kerfi.

Eigið góðar stundir og til hamingju með nýjan Skagavef!