Þessar fjórar konur hafa rutt brautina og skrifað nýjan kafla í sögu Akraness.
Frá vinstri: Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness en hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness en hún er einnig fyrsta konan sem er þar í forsvari, þar á eftir kemur Helga Sjöfn Jóhannesdóttir en hún er fyrsta konan sem er formaður Íþróttabandalags Akraness, og lengst til hægri er Hulda Birna Baldursdóttir en hún er önnur konan sem er framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Akraness. Petrína Ottesen var sú fyrsta sem var framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Akraness.
Við hér á Skagafréttum erum bara gríðarlega ánægð með þessa þróun. Áfram ÍA og Akranes.