Vel gert bæjarfulltrúar – nýtt fimleikahús og allskonar!

Allir bæjarfulltrúar Akraneskaupstaðar samþykktu þriggja ára fjárhagsáætlun sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. desember. Það sem vakti mesta ánægju ritstjórnar skagafretta.is er að á þessum tíma verða 2,2 milljarðar kr. nýttir í fjárfestingar og framkvæmdir – án þess að taka lán, sem er afar jákvætt.

Og haldið ykkur nú fast, nýtt fimleikhús er á dagskrá og eru 450 milljónir kr. eyrnamerktar þeirri framkvæmd á næstu tveimur árum.

Nýtt fimleikhús mun rísa en ekki hefur verið ákveðið hvar það verður – tveir staðir koma til greina

Það verður nóg um að vera í framkvæmdum því nýtt gervigras verður lagt í Akraneshöllinni, bygging fyrir búsetukjarna fyrir fatlaða verður undirbúinn, endurbætur innanhúss í Brekkubæjarskóla -, á íþróttahúsum við Vesturgötu og á Jaðarsbökkum. Golfklúbburinn Leynir fær samning vegna uppbyggingu á félagsaðstöðu og Dalbrautarreiturinn verður þróaður með það fyrir stafni að þar rísi þjónustumiðstöð fyrir aldraða.

Ekki hefur verið ákveðið hvar fimleikahúsið mun rísa en tveir staðir koma til greina, við íþróttahúsið á Vesturgötu eða við Jaðarsbakka. Fimleikafélagið er næst fjölmennasta íþróttafélag Akraness og hefur lengi búið við aðstöðu sem er langt frá því að vera fullnægjandi.

blattjola520x520

Áætlaðar eru 130 milljónir á árinu 2017 vegna endurgerðar Vesturgötu en í heildina verða settar 400 milljónir í gatnakerfið á árunum 2017 til 2020.

Á árinu 2017 eru 180 milljónir áætlaðar vegna niðurrifs og frágangs á Sementsreitnum. Heildarfjárhæð vegna uppbyggingar reitsins á árunum 2017 til 2020 eru áætlaðar um 480 milljónir.

Götur verða lagfærðar og uppbygging við Sementsreitin fer af stað

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir í viðtali á akranes.is að staða Akraneskaupstaðar sé sterk. Á undanförnum fimm árum hefur Akranes greitt 1,7 milljarða kr. vegna langtímalána.

,,Ef ekki verður farið í frekari lántökur þá verða langtímaskuldir bæjarins að mestu greiddar niður á næstu 10 árum,“ segir Regína en bendir á að lífeyrisskuldbindingar bæjarins séu mjög háar.

 

Mun ítarlegri upplýsingar um allt þetta má nálgast á vef Akraneskaupstaðar:

Regína Ásvaldsdóttir.
Regína Ásvaldsdóttir.

x