Pistill: Árangur í mataræði

Sigurjón Ernir Sturluson mastersnemi í íþróttafræði – enn fleiri pistlar eru fésbókinni:

Í dag eru margir lífstílskúrar í gangi sem allir eiga að hjálpa þér að grennast og líta vel út. Matur hefur ekki einungis þann tilgang að halda þér gangandi frá degi til dags. Mataræði tengist allri okkar líkamstarfsemi og er í raun mikilvægasti þátturinn í okkar daglegu rútínu.

– Þetta þetta virkar í raun allt eins !!!

Flestir vita hvernig á að ná árangri í lífinu hvað varðar vinnu, nám, íþróttir og svo mætti lengi telja… Það þarf aga, skipulagningu, markmið, réttan hugsunarhátt, þolinmæði og loks umbun/verðlaun. Þessir þættir virðast vera á hreinu hjá flestum en þegar kemur að mataræðinu virðist fólk standa á sama og (afsakið) skít… þar upp á bak …. Allir þessir þættir er keðjuverkun sem byrjar ávalt með næringu:

1. Rétt mataræði – 2. Betri orka – 3. Bætt líkamstarfsemi – 4. Vellíða og einbeiting – 5. Hámarks árangur = 6. Sigur !!!
– Byrjaðu frá grunni….

Til að ná árangri þarft þú að gera þetta fyrir þig og setja þér plan sem þú verður að fara eftir

1. Kynntu þér hvað hollt mataræði er.
2. Farðu eftir því sem þú tileinkar þér.
3. Ekki missa fókus/áhugan.
4. Ekki elta aðra og vertu ákveðin á þínu (þarft að vera öðruvísi).
5. Settu þér árangurstengd markmið.
6. Taktu pásur verðlaunaðu þig (þarf ekki að vera sykurveisla….)
7. Halltu áfram og náðu toppnum ;).

Til að ná árangri þarft þú að gera þetta fyrir þig og setja þér plan sem þú verður að fara eftir 🙂 .

– Orkuþörf líkamans

Ef borðað er undir grunnorkuþörf léttist þú en fitnar ef þú borðar yfir þinni orkuþörf. Hér kemstu því upp með að borða óhollt en vera í góðu holdafari svo lengi sem þú borðar nákvæmlega það magn sem þú þarft eða undir því. En áhrifin á líkamann gefa ekki sömu niðurstöðu og líkamlegt útlit. Innri fegurð hefur alltaf yfirhöndina þegar kemur að líkamanum.

– Ekki borða út frá holdafari !!!

Það eru mjög margir sem borða mjög óhollt (halda jafnvel að þeir borði hollt) og lýta mjög vel út líkamlega. Vandamálið er hinsvegar það sem er að gerast innra með þér þ.e.a.s. Ofnæmiskerfi, húð, vefir, liðir, bein og líffæri. Líkaminn þarf vítamín, steinefni og rétt orkuhlutfall hvað varðar prótein, kolvetni (trefjar) og fitu til að virka vel og ná hámarks afköstum !!!
– Auðveldara líf og betri lífsgæði.

Hættum að reyna að finna töfralausnir og stytta okkur leið. Þekking á mataræði er eithvað sem allir þurfa að tileinka sér

Ef líkaminn fær rétta næringu og rétt hlutföll úr flestum flokkum verður allt auðveldara!!!

Ef beinin eru sterk, vöðvar góðir, liðir sterkir og ónæmiskerfi vel virkt þarftu skaldnar að kíkja á heilbrigðisstofnanir. Hugsaðu hvað þú lætur ofan í þig og líkaminn mun margfallt borga þér til baka.

P.s. Þú veist í raun alveg hvað þú þarft að gera…. Hættum að reyna að finna töfralausnir og stytta okkur leið. Þekking á mataræði er eithvað sem allir þurfa að tileinka sér ….

Taktu skrefið og byrjaðu í næst viku… HEY en bara núna !!!

Settu þér markmið og keyrðu þetta í gang 😉

Sigurjón Out …..