Nemendur FVA áhugasamir á kynningardegi um háskólanám

Það var mikið um að vera í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi föstudaginn 10. mars s.l.   Fulltrúar frá háskólum landsins mættu á Akranesi til þess að kynna námsframboð sitt fyrir nemendum FVA. Fulltrúar frá alls sjö skólum ræddu við nemendur á þessum vel heppnaða kynningardegi.

Mætingin var mjög góð hjá nemendum FVA og einnig var nemendum úr 10. bekk í grunnskólum Akraness boðið að taka þátt. Það er óhætt að segja að mikið framboð sé fyrir væntanlega háskólanema en yfir 500 námsbrautir eru í boði hjá háskólum landsins.

Að sögn talsmanns FVA voru nemendurnir áhugasamir á þessum kynningardegi, þau spurðu mikið um námsbrautirnar, og voru vel upplýst eftir daginn með áhugaverða bæklinga – og fræðsluefni um skólana.

17239842_1245457945541936_5235401025506288674_o 17191623_1245457925541938_3993287986264836965_o 17192377_1245457782208619_1312139659550710558_o 17192418_1245457732208624_3896742616067251131_o 17239759_1245457445541986_600178161932746088_o 17191841_1245457402208657_812738632972965643_o 17192554_1245457322208665_2852191010878012468_o 17016789_1245457315541999_5410917026700128228_o 17240243_1245457182208679_5605757405563823965_o 17240404_1245457172208680_6024085708811269086_o 17239803_1245457098875354_2073988335112455092_o 17211991_1245457078875356_1350509969825216113_o