Auður og Júlíus safna fyrir „þorpinu hennar Lizzie“ í Suður-Afríku

„Þessi heimsókn okkar hefur fram til þessa verið ótrúlega lærdómsrík en jafnframt skrítin. Mín upplifun af Suður-Afríku er að landið er ótrúlega fallegt, sambland af Ítalíu, Ameríku og Afríku. Maturinn hérna er gríðarlega góður að maður gæti alveg dáið fyrir hann. Úrvalið hér er gríðarlegt,“ segir Auður Líndal sem er stödd rétt utan við Höfðaborg (Cape Town) ásamt 15 ára syni sínum Júlíusi Emil Baldurssyni þar sem þau starfa sem sjálfboðaliðar.

Mæðginin frá Akranesi fóru utan í þessa ævintýraferð í byrjun mars og það fer að líða að lokum ferðarinnar.

Ævintýri framundan: Auður og Júlíus fara til Afríku í sjálfboðastarf

„Það sem hefur komið mest á óvart er hve mikil stéttarskiptingin er hérna. Það er stutt á milli þeirra ríku og fátæku, og oft á tíðum aðeins ein gata sem skilur á milli. Mér finnst ótrúlegt að sjá hvernig fólkið sem hefur lítið á milli handanna hefur komið sér fyrir – og það er sérstakt að sjá húsin sem þau búa í,“ segir Auður en hún og Júlíus Emil hafa mest verið að vinna með 5-6 ára gömlum börnum á leikskóla hjá konu sem heitir Lizzie.

Á planinu er að safna fyrir sérútbúnum flutningagámum sem er búið að innrétta sem kennslustofur. Einn slíkur gámur kostar um 160.000 kr.

„Aðstaðan sem við erum að vinna í er flokkuð sem góð aðstaða hérna. Það er samt langt frá því að vera þannig. Markmiðið er að bæta aðstöðuna enn frekar.

Á planinu er að safna fyrir sérútbúnum flutningagámum sem er búið að innrétta sem kennslustofur. Einn slíkur gámur kostar um 160.000 kr. fullbúinn. Það eru komnar teikningar á blað um „þorpið hennar Lizzie“ þar sem flutningagámum yrði breytt í einangraðar skólastofur og vinnusvæði.

Það er einnig markmiði að koma upp öruggu leiksvæði fyrir börnin. Þar gætu þau leikið sér, kannað umhverfið, umvafinn grænmetisgarði. Garðurinn er í dag að mestu búinn til úr gömlum dekkjum og öðrum endurvinnanlegum efnum. Það verkefni er einnig spennandi og nauðsynlegt.“

Ég leyni því ekki að þessi veruleiki sem við upplifum hér bankar hressilega í mann.

Auður segir að Júlíus sonur hennar hafi nú þegar stofnað söfnunarreikning til þess að koma fyrir sérsmíðuðum gámi á svæðinu hjá Lizzie.

„Það er mikið líf hérna í fátækrahverfinu og fólk er almennt brosandi og ánægt. Okkur líður vel hérna og finnst við vera örugg. Ég leyni því ekki að þessi veruleiki sem við upplifum hér bankar hressilega í mann og sýnir manni hvað við höfum það nú ansi fínt á Íslandi. Það vær gaman ef fyrsti gámurinn yrði nefndur eftir „FlórídaSkaganum,“ segir Auður Líndal í samtali við skagafrettir.is.

Reikningsnúmerið fyrir gámasöfnuina hjá Júlíusi og Auði fyrir þorpið hennar Lizzie er:
552-26-33060
Kt:130202-3060

17321758_10154686130219702_635724706_n

Svona gæti skólinn litið út ef gámarnir koma á svæðið:

17327955_10154684457994702_912208156_n 17311458_10154684462429702_1733495641_o

Júlíus Emil er hér að leika sér með krökkunum á leikskólanum hjá Lizzie:

17311552_10154684462134702_1513086002_o 17274647_10154686132319702_283646439_n

Hér er draumurinn hennar Lizzie: Fullbúinn skóli gerður úr gámum sem eru sérútbúnir fyrir slíka starfssemi:

17310709_10154684459834702_139891503_o 17273428_10154684467224702_549985470_o

Ein af skrilljón götum á því svæði þar sem Auður og Júlíus hafa dvalið að undanförnu:

17273982_10154684473974702_2105580147_o

Þetta er hún Lizzie, sem er aðalmanneskjan á leikskólanum.

17273303_10154684470599702_524348931_o

Bílaþvottastöðin á svæðinu:

17269583_10154684460354702_1132176191_o 17269757_10154684464414702_352295825_o

Þessi vatnskrani er notaður af um 100 heimilum á svæðinu:

17269199_10154684457414702_1271682534_o

 

Akraneskaupstaður laus störf 2017 sumar.
Akraneskaupstaður laus störf 2017 sumar.