Hárið fauk af Sigga Má – hvernig gekk söfnunin hjá Skarpa?

Frændurnir og sjúkraflutningamennirnir Sigurður Már Sigmarsson og Skarphéðinn Magnússon hafa verið nokkuð mikið í fréttum hér á skagafrettir.is.

Skarphéðinn hét því að safna hári ef hann fengi 1000 læk á færslu á fésbókinni sem birt var fyrir áramót og Sigurður frændi hans ákvað að styðja við bakið á vinnufélaganum með því að láta raka af sér hárið að þremur mánuðum liðnum.

Málið er leyst því í dag fóru þeir félagar til hennar Helenu Steinsdóttur og létu raka hárið af Sigga Má. Sjón er sögu ríkari í þessu myndbandi sem Fannar Sólbjartsson tók og birti á fésbókinni.

„Skarpi“ safnar hári – „Siggi“ fær lítinn stuðning frá fjölskyldunni

 

 

Screen Shot 2017-03-16 at 4.00.21 PM Screen Shot 2017-03-16 at 4.02.49 PM