Nýtt fimleikahús mun rísa við íþróttahúsið við Vesturgötu á Akranesi. Meirihluti fulltrúa bæjarráðs Akraness samþykkti á fundi sínum þann 16. mars síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á akranes.is
Vísað var til ákvörðun ráðsins til samþykktar í bæjarstjórn. Fyrir lágu umsagnir skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs og var meirihluti fulltrúa þeirra ráða samþykkur staðsetningunni.
Bæjarráð lagði einnig til, samhliða ákvörðun um byggingu fimleikahúss á Vesturgötu, að stofnaður yrði starfshópur sem myndi hafa það hlutverk að marka stefnu í framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum.
Höfð verði til hliðsjónar sú mikla vinna sem hefur verið unnin af bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að leggja fyrir næsta fund ráðsins tillögu að erindisbréfi starfshópsins.
Mikil þátttaka var í skoðanakönnum sem birt var á dögunum hér á skagafrettir.is þar sem lesendu voru inntir eftir sinni skoðun um staðsetningu á fimleikahúsinu. Þar tóku rúmlega 1100 lesendur þátt og þar voru úrslitin hnífjöfn.