Nýtt fólk tekur við félagslífi NFFA í FVA

Það er ávallt mikið um að vera í félagslífinu í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Nýverið var kosið í stjórn NFFA og niðurstöðurnar voru kynntar í gær á aðalfundi NFFA.

Guðjón Snær Magnússon hlaut flest atkvæði í kosningunni um formannssætið og meðstjórnina skipa þau Aðalbjörg Egilsdóttir, Atli Vikar Ingimundarson, Sandra Ósk Alfreðsdóttur og Tómas Andri Jörgensen.

Einnig var kosið um nýja formenn allra klúbba NFFA, þeir eru:

Halla Margrét Jónsdóttir formaður tónlistaklúbbs. Aðalbjörg Egilsdóttir og Ólöf Gunnarsdóttir formenn leikslistaklúbbs. Eva María Jónsdóttir, Hjördís Brynjarsdóttir og Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir formenn góðgerðafélagsins Eynis-GEY. Davíð Orri Arnarson formaður ljósmyndaklúbbs, Eggert Halldórsson formaður íþróttaklúbbs og Auðunn Ingi Hrólfsson formaður viskuklúbbs.

Á fésbókarsíðu FVA kemur fram þakklæti til þeirra sem skipuðu fráfarandi stjórn og formönnum klúbba fyrir vel unninn störf.

18238906_1301891409898589_4350039585713577985_o