Anna dúxaði í FVA – 72 nemendur brautskráðir við glæsilega athöfn

Anna Chukwunonso Eze var með bestan námsárangur á stúdentsprófi á vorönn 2017 í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í gær voru 72 nemendur brautskráðir frá FVA og fór athöfnin fram á sal skólans.

Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar 2017; Sveinn Þór Þorvaldsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og fyrrverandi nemandi skólans flutti ávarp. Anna Chukwunonso Eze hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2017.

Fyrir athöfnina lék hljómsveit skipuð nemendum og kennara Tónlistarskólans nokkur vel valin lög. Hana skipuðu: Eiður Andri Guðlaugsson, Guðjón Snær Einarsson, Guðjón Snær Magnússon Hjördís Tinna Pálmadóttir, Sigurður Jónatan Jóhannsson og Eðvarð Lárusson, kennari.

Við athöfnina fluttu Eyrún Sigþórsdóttir, Eiður Andri Guðlaugsson og Sigurður Jónatan Jóhannsson eitt lag; Selma Dís Hauksdóttir útskriftarnemi lék á klarínett og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir útskriftarnemi söng eitt lag við undirleik Birgis Þórissonar, píanóleikara.

Við athöfnina fékk Veronica Líf Þórðardóttir verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum og stærðfræði úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar. Námsstyrkurinn skiptist að þessu sinni jafnt milli tveggja nemenda, þeirra Ólafíu Laufeyjar Steingrímsdóttur sem lauk stúdentsprófi af félagsfræðabraut á haustönn 2016 og Önnu Chukwunonso Eze sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut.

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.

Anna Chukwunonso Eze fyrir góð og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar), fyrir ágætan árangur í raungreinum og stærðfræði (Gámaþjónustan), fyrir ágætan árangur í þýsku (Þýska sendiráðið), fyrir ágætan árangur í íslensku (Meitill og GT Tækni) og fyrir bestan árangur á stúdentsprófi (Fjölbrautaskóli Vesturlands).

Anna Snjólaug Eiríksdóttir fyrir ágætan árangur í hjúkrunargreinum (Penninn Eymundsson).

Aseel Husam Ahmad Al Hassan fyrir ástundun og framfarir í námi (Fjölbrautaskóli Vesturlands)

Árni Þór Árnason fyrir ágætan árangur í íþróttum (Fjölbrautaskóli Vesturlands)

Bergþóra Hrönn Hallgrímsdóttir fyrir ágætan árangur í dönsku (Danska sendiráðið)

Brynja Rún Björnsdóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)

Ester Talledo Jónsdóttir hvatningaverðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar)

Eygló Fjóla Jóhannesdóttir fyrir ágætan árangur í efnafræði og líffræði (Soroptimistasystur á Akranesi) og fyrir ágætan árangur í spænsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands)

Federico Mascolo fékk kveðjugjöf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands

Gylfi Snær Sigurðsson fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Íslandsbanki)

Klara María Jónsdóttir fyrir ágætan árangur í dönsku (Danska sendiráðið), fyrir ágætan árangur í samfélagsgreinum (Verkalýðsfélag Akraness) og fyrir ágætan árangur í spænsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands)

Kristín Birta Ólafsdóttir fyrir ágætan árangur í dönsku (Danska sendiráðið)

Magðalena Lára Sigurðardóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)

Magnús Óskar Þórðarson fyrir ágætan árangur í verklegum greinum (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir)

Selma Dís Hauksdóttir fyrir ágætan árangur í ensku og þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir ágætan árangur í erlendum tungumálum (Mála- og menningardeild Háskóla Íslands) og fyrir ágætan árangur í íslensku og samfélagsgreinum (Landsbankinn á Akranesi)

Sveinn Þór Þorvaldsson fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Karl Kristinn Kristjánsson).

Veronica Líf Þórðardóttir fyrir ágætan árangur í íslensku og samfélagsgreinum (Elkem) og fyrir ágætan árangur í stærðfræði og eðlisfræði (Norðurál)