Vel heppnuð hátíðarhöld á 17. júní á Akranesi

Það var fjölbreytt hátíðardagskrá á Akranesi í dag á 17.  júní, þjóðhátíðardags Íslands. Skagamenn fjölmenntu á Akratorgið þar sem að Fjallkona Akurnesinga,Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, flutti ljóð Davíðs Stefnánssonar Ættjörð, Háskólaljóð II (Úr útsæ rísa Íslandsfjöll).

Karlarnir í Kirkjukór Akraneskirkju fluttu nokkur lög, Örn Arnarsson flutti hátíðarræðu sem í þessu tilfelli fjallaði um hamingjuna og hæfileikaríkt ungt tónlistarfólk, fimleikafólk og dansarar stigu á svið. Dagskrá lauk með heimsókn Númenórs og Dóru sem komu alla leið frá Fjarskalandi og skemmtu börnunum.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá ræðu Helgu Sjafnar sem Sigurjón T. Jósefsson tók upp.