Skipulags- og umhverfisráð Akraness hefur samþykkt tilboð Work North ehf. í 1. hluta á niðurrifi á mannvirkjum Sementsverksmiðjunnar. Frá þessu er greint í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 17. okt. s.l.
Alls bárust tólf tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun Mannvits í 1. hluta niðurrifsins hljóðaði upp á rétt rúmlega 326 milljónir kr.
Tilboð Work North ehf. í 1. hluta niðurrifsins var rétt rúmlega 175 milljónir kr. eða 151 milljón kr. undir áætlun Mannvits.
Work North ehf. bauð rétt tæplega 161 milljónir kr. í 2. hluta niðurrifsins en kostnaðaráætlun Mannvits í það verk hljóðaði upp á 271 milljón kr.
Skipulags – og umhverfisráð á enn eftir að ganga frá verkhluta 2 við verktaka.
Eftirtalin tilboð bárust í 1. verkhluta:
Mikill munur var á lægsta og hæsta tilboði eða 819 milljónir króna.
Work North ehf. 175.279.000
ABLTAK ehf. 274.790.000
Ellert Skúlason ehf. 279.620.000.
Skóflan hf. 378.000.000.
G. Hjálmarsson hf. 460.838.000.
Háfell ehf. 495.048.000.
Þróttur ehf. 509.585.000.
Ístak hf. 556.088.000.
Wye Valley 618.969.000.
Íslandsgámar hf. 666.575.000.
Húsarif ehf. 794.210.000.
Sérfélag stofnað um verkefnið 994.790.000.