Tæknimessa FVA sló í gegn hjá nemendum

Um 650 ungmenni mættu á Tæknimessu sem fram fór í Fjölbrautaskóla Vesturlands á dögunum. Elstu stig grunnskólanema af öllu Vesturlandi tóku þátt. Markmið með Tæknimessu er að kynna það námsframboð sem í boði er í Fjölbrautaskóla Vesturlands á sviði iðn- og verkgreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum.

Fjölmörg fyrirtæki komu og kynntu starfsemi sína og hvers konar störf þau geta boðið.

Þá fóru nemendur einnig í stutta bátsferð og kynningu á véltækninámi um borð í ferjunni Akranesi og fengu kynnisferð í hátæknifyrirtækið Skaginn 3X.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi styðja verkefnið í gegnum Sóknaráætlun.