Nýtt apótek fær lyfsöluleyfi við Dalbraut

Nýtt apótek verður opnað við Dalbraut 1 á næstunni. Bæjarstjórn Akraness samþykkti umsagnarbeiðni frá Lyfjastofnun um nýtt lyfsöluleyfi á fundi sínum s.l. þriðjudag með átta atkvæðum. Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs og eigandi Apóteks Vesturlands vék af fundi þegar þetta mál kom til umræðu samkvæmt fundargerð á vef Akraneskaupstaðar.

„Bæjarstjórn Akraness tekur jákvætt í erindið og fagnar frekari atvinnuuppbyggingu á Akranesi,“ segir í bókun í fundargerðinni.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta ætlar Apótekarinn að opna í verslunakjarnanum við Dalbraut þar sem í dag eru fjölmargar verslanir, þjónustufyrirtæki og opninberar stofnanir á borð við Tónlistarskóla Akraness.

Apótekarinn er hluti af Lyfjum og heilsu sem er  með starfsemi víðsvegar um landið.

Samkvæmt þessari frétt á RÚV er Lyf og heilsa til í eigu sonar Karls Wernerssonar.


Það kemur einnig fram í þessari frétt á mbl.is.

Í frétt á RÚV frá því í febrúar 2010 kemur eftirfarandi fram:

Lyfjaverslunin Lyf og heilsa var í byrjun febrúar árið 2010 sektuð um hundrað og þrjátíu milljónir króna fyrir alvarlegt brot á samkeppnislögum.
Brotin fólust í að reyna að hindra Apótek Vesturlands í að veita samkeppni í lyfjaverslun á Akranesi.

Nánar má lesa um þann dóm í héraðsfréttamiðlinum skessuhorn.is


Mikið var fjallað um rannsóknin samkeppniseftirlitsins á sínum tíma og fór Ólafur Adolfsson m.a. með rjómatertu á skrifstofu eftirlitsins á tveggja ára rannsóknarafmæli málsins. Fjallað var um það mál á visir.is og má lesa um það hér.

Forstjóri Samkeppniseftirlistins fékk rjómatertu að gjöf í dag í tilefni þess að það hefur tekið eftirlitið tvö ár að rannsaka meint samkeppnisbrot Lyf og Heilsu. Sá sem gaf tertuna segir ekki eðlilegt að bíða þurfi í tvö ár eftir úrskurði.