Bæjarbúar fá að tjá sig í skoðanakönnun um framtíð strompsins

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð Akraness að gerð verði skoðanakönnun meðal íbúa Akraness um hvort fella skuli strompinn eða ekki.

Frá þessu er greint í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær, 12. desember.

Niðurrif á byggingum Sementsverksmiðjunnar hefst á næstunni og er ekki gert ráð fyrir því að Sementsstrompurinn verði rifinn í fyrri áfanga verksins. Um miðjan júlí s.l. var gerði skoðanakönnun hér á skagafrettir.is þar sem tæplega 2000 lesendur tóku afstöðu í þessu máli.

Hér er ný skoðanakönnun um þetta sama mál á skagafrettir.is

Hvað á að gera við Sementsstrompinn?

Niðurstaðan úr fyrri könnun skagafrettir.is var afgerandi eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Rúmlega sex af hverjum tíu sem tóku þátt vildu að strompurinn yrði rifinn.