Númenór í Fjarskalandi á tvífara frá Akranesi

Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að Númenór í Fjarskalandi eigi sér tvífara. Hann er fundinn og hann er pabbi minn (ungur) skrifar Skagmaðurinn Hallgrímur Ólafsson eða Halli Melló á fésbókarsíðu sína.

Leikarinn góðkunni hefur slegið í gegn í hlutverki Númenórs í leikritinu Fjarskalandi.

 

Feðgarnir Ólafur Hallgrímsson og Hallgrímur Ólafsson eru fjarskalega líkir þegar Halli Melló er kominn í gervi Númerórs í Fjarskalandi. Ólafur er til vinstri á þessari samsettu mynd.

Það fer ekkert á milli mála að Halli hefur sótt fyrirmyndina í mynd af föður sínum, Ólafi Hallgrímssyni, þegar hann var aðeins yngri.