Súputónleikar í tilefni bóndadagsins í Tónlistarskólanum

Bóndadagurinn er að renna í hlað og af því tilefni verður mikið um að vera í anddyri Tónlistarskólans föstudaginn 19. janúar. Þar ætla nemendur að setja upp súputónleika sem hefjast kl. 12.10.

Þetta er tilvalið tækifæri að bjóða Þorrann velkominn, brjóta upp hefðbundna dagskrá í hádeginu og eiga ánægjulega stund með ungu fólki í heimi tónlistarinnar.

 

Boðið verður upp á súpu og brauð fyrir kr. 1000.-. Tónleikarnir standa í u.þ.b. 40 mínútur.

Hér er kærkomið tækifæri til að næra bæði líkama og sál og kúpla aðeins frá amstri hversdagsins í aðdraganda helgarinnar. Allir velkomnir segir í tilkynningu frá Tónlistarskólanum.