Tvöföldun á 10 km. kafla tæki 5-7 ár á Kjalarnesi

Ítarleg umfjöllun er um Vesturlandsveg á Kjalarnesi í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur m.a. fram að það gæti tekið allt að 7 ár að tvöfalda veginn á 10 km. kafla og kostnaðurinn er áætlaður 2,6 milljarðar kr.

Vega­gerðin áætl­ar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vest­ur­lands­veg á Kjal­ar­nesi. Tals­verð vinna er eft­ir við und­ir­bún­ing og fjár­magn hef­ur ekki verið tryggt á fjár­lög­um.

Gróf kostnaðaráætl­un fyr­ir breikk­un hring­veg­ar á Kjal­ar­nesi á 10 km kafla frá Kollaf­irði að Hval­fjarðargöng­um er áætluð í kring­um 2.600 millj­ón­ir króna.

Vinna er í gangi við gerð deili­skipu­lags fyr­ir svæðið og er gert ráð fyr­ir að deili­skipu­lagstil­laga verði aug­lýst í fe­brú­ar.

Mik­ill þrýst­ing­ur hef­ur verið á stjórn­völd að grípa til aðgerða á Vest­ur­lands­veg­in­um. Sveit­ar­stjórn­ir hafa ályktað sem og Fés­bók­ar­hóp­ur­inn Til ör­ygg­is á Kjal­ar­nesi.