Þannig er staðan á Garðavelli – loftmyndir af nýframkvæmdum

Framkvæmdir við nýja frístundamiðstöð við Garðavöll á Akranesi ganga vel.

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar á Akranesi hafa unnið við að rífa niður gömlu byggingarnar sem áður hýstu starfssemi Golfklúbbsins Leynis – og eru þeir nú langt komnir með að grafa fyrir grunni nýju byggingarinnar. Búið er að færa skrifstofuhúsnæði Leynis á þann stað þar sem bráðabirgðaaðstaða verður útbúinn í vor fyrir félagsmenn og gesti. Þar verður veitingasala og salerni sett upp til bráðabirgða sumarið 2018.

Þessar myndir tók Magnús Sólmundsson félagsmaður í Leyni af framkvæmdum úr lofti og segja þessar myndir allt sem segja þarf. Á efri myndinni er verið að ljúka við að rífa niður skemmuna sem stóð við gamla klúbbhúsið og á þeirri síðari er staðan eins og hún var 31. janúar 2018.

Við þökkum Magnúsi kærlega fyrir framtakið.

Horft yfir nýframkvæmdir á Garðavelli við uppbyggingu á frístundamiðstöð í lok janúar 2018.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/01/19/fyrsta-skoflustungan-tekin-ad-nyrri-fristundamidstod/

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/11/30/bidin-a-enda-framkvaemdir-hefjast-vid-fristundamidstodina/