Sigrún Ósk fékk Edduverðlaunin annað árið í röð

Leitin að upprunanum fékk í gær Edduverðlaunin sem mannlífsþáttur ársins 2017. Skagakonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er hugmyndasmiður þáttarins sem slegið hafa í gegn.

Í þáttunum fer Sigrún Ósk víðsvegar um heiminn með Íslendingum sem komu til landsins m.a. í gegnum ættleiðingar og verkefnið hefur verið að hitta fjölskyldur þeirra í þeim löndum þar sem þau fæddust.

Þetta er annað árið í röð sem Leitin að upprunanum fær Edduverðlaunin.

Aðrir þættir sem komu til greina í valinu á mannlífsþætti ársins voru 

Hæpið
Paradísarheimt
Ævar vísindamaður
Ævi