Myndasyrpa frá veðurblíðunni á Akranesi

Það var líf og fjör á Akranesi í dag í veðurblíðunni eins og sjá má í þessari myndasyrpu. Við kíktum meðal annars við í Sementsreitnum þar sem niðurrif verksmiðjunnar stendur yfir. Þar hefur mikið gengið á og margar byggingar eru horfnar.

Akraneshöfn skartaði sínu fegursta líkt og Langisandur og Krókalónið. Mikið fuglalíf var á Krókalóninu og nóg æti í boði.

Skagamenn nýttu sér góða veðrið til útiveru og það var ekki laust við að vorið hafi komið aðeins við á Flórída-Skaganum í dag.

Myndirnar segja allt sem segja þarf.